Skaðaminnkandi þjónusta

Skaðaminnkandi inngrip og þjónusta ná yfir margvíslega heilbrigðis- og félagsþjónustu, þar sem áhersla er lögð á vímuefnanotkun.

Skaðaminnkandi inngrip og þjónusta ná yfir margvíslega heilbrigðis- og félagsþjónustu, sem leggur áherslu á neikvæðar og hættulegar afleiðingar vímuefnanotkunar. Skaðaminnkandi þjónusta er starfrækt um allan heim og er rekin af félagasamtökum, sveitarfélögum og ríkjum.

Dæmi um skaðaminnkandi inngrip og þjónustu:

  • Skaðaminnkandi búnaður til vímuefnanotkunar, líkt og nálaskiptiþjónusta.

  • Örugg neyslurými.

  • Efnagreining vímuefna (e. drug checking services).

  • Ópíóíðalyfjameðferðir.

  • Öruggur akstur heim.

  • Húsnæði fyrst (e. housing first).

  • Naloxone dreifing.

  • Upplýsingar og leiðbeiningar um öruggari vímuefnanotkun og varnir gegn ofskömmtun.

Skaðaminnkandi aðferðafræði er einnig notuð við annars konar áhættuhegðun, líkt og við sjálfsskaða, átröskun og geðrænum áskorunum. Jafnframt er skaðaminnkandi aðferðafræði nýtt í starfi með jaðarsettum hópum, eins og fólki í kynlífsvinnu, karlmönnum sem stunda kynlíf með karlmönnum og fólki sem glímir við heimilisleysi.