3. Hvað gerist ef ég er tekin(n/ð) fyrir sölu ólöglegra vímuefna?
Ef lögreglan tekur þig fyrir sölu ólöglegra vímuefna þá má hún ekki ljúka málinu með sekt heldur skal hún fara með það fyrir dómstóla (ef hún telur það líklegt til sakfellingar).
Það sama á við ef lögreglan tekur þig fyrir að afhenda öðrum vímuefni. Þá ber henni að fara með málið fyrir dómstóla.
Undantekning: Afhending kannabis
Ef lögreglan tekur þig fyrir að afhenda einhverjum kannabis þá má hún ljúka málinu með sekt, þannig að þú borgar 50 þúsund króna grunnsekt og svo 8 þúsund fyrir hvert gramm af kannabis sem þú ert að afhenda.
Dæmi: Ef þú afhendir annarri manneskju 4 gr. af kannabis þá borgar þú 50 þúsund í sekt og svo 4x8 þúsund. Samtals 82 þúsund krónur.
Athugið að þetta á bara við um fyrsta skiptið sem lögreglan tekur þig fyrir að afhenda kannabis. Ef hún tekur þig aftur þá verður hún að fara með málið fyrir dómstóla. Þá skiptir auðvitað máli hvort þú sért að afhenda kannabis til barns eða fullorðins.