4. Réttur til bóta vegna þvingunaraðgerða lögreglunnar

Ef lögreglan hefur beitt þig þvingunarúrræðum, t.d. leitað á þér, handtekið þig, leitað í bílnum þínum/íbúðinni þinni, gert á þér líkamsrannsókn, hlustað á símtölin þín, sett þig í gæsluvarðhald, tekið muni þína, sett þig í farbann eða kyrrsett eigur þínar, þá gætir þú átt rétt á bótum. 

Skilyrðin eru að atvikið hafi gerst síðustu tíu árin og að málið hafi ekki endað með sekt eða sakfellingu fyrir dómi.