8. Ég hef orðið fyrir ofbeldi
Hvað er ofbeldi?
Ofbeldi hefur margar birtingarmyndir, það getur verið andlegt, líkamlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt, trúarlegt, samfélagslegt og stafrænt. Það getur einnig falist í vanrækslu, einelti, ofsóknum og ýmsu öðru.
Á heimasíðu 112 og heimasíðu Heilsuveru er að finna góðar skýringar á þessum helstu tegundum ofbeldis. Við mælum með því að þið skoðið þær vel.
Hér má finna allskonar dæmisögur af fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi. Mögulega þekkir þú þig í einhverri af þessum sögum. Sjá hér.
Að kæra ofbeldi til lögreglunnar
Á heimasíðu 112 er að finna mjög ítarlegar og góðar upplýsingar um kæruferlið hjá lögreglunni. Sjá nánar hér.
Hvar get ég fengið aðstoð vegna þess ofbeldis sem ég hef orðið fyrir?
Á heimasíðu 112 er að finna stærstan hluta þeirra úrræða og staða sem hægt er að leita til vegna ofbeldis. Þar má m.a. finna link á Bjarkarhlíð, Stígamót, Bergið, Kvennaathvarfið, Aflið á Akureyri og margt fleira. Sjá nánar hér.