2. Hvaða refsingar eru við því að vera með
neysluskammta vímuefna í fórum sér?

Í reglugerðinni er gert ráð fyrir því að sektir fyrir vörslu til einkanota geti náð hámarki einni milljón króna. Þannig gerir reglulegerðin ráð fyrir því að einstaklingur geti t.d. verið með allt að 236 grömm af kannabis í fórum þínum og 37 gr. af kókaíni. Geti einstaklingurinn sýnt fram á að þetta magn hafi raunverulega verið ætlað til eigin nota. 

Í leiðbeinandi reglum dómstólasýslu nr. 12/2018 er að finna reglur sem dómara ber að miða við þegar hann ákveður refsingu í dómsmáli. Reglugerðin miðar við „vörslur, kaup eða aðra öflun efna til eigin nota við fyrsta brot”. Þar er gert ráð fyrir að einstaklingar geti verið með allt að 100. gr. af kókaíni til eigin nota, en refsingin þá er talin hæfileg ca. 200 dagar í fangelsi. Þá er gert ráð fyrir því að einstaklingur geti verið með kíló af kannabis í fórum sér til eigin nota og refsingin þá talin eðlileg 3 mánuðir í fangelsi.

Athugaðu að ef vilt ekki að málið endi með sekt eða finnst hún of há eða röng þá ákveður lögreglan hvort hún fari með málið fyrir dómstóla. Þá þarf hún að skoða, eins og alltaf, hvort hún telji líklegt að málið endi með sakfellingu sjá 149. gr. laga um meðferð sakamála.

Hér að neðan má sjá hvaða sektir eru gefnar eftir nokkrum algengum tegundum vímuefna. 

Fara sektir vegna neysluskammta á sakaskrá? 

Mál sem ljúka með sekt fara ekki á sakaskrá ef sektin er undir 100 þúsund. Ef sektin er hærri en það er málið skráð í sakaskrá í 3 ár frá því málinu lauk. Sjá nánar reglur um sakaskrá ríkisins.

  • Ef lögreglan tekur þig með ólögleg vímuefni til einkanota (neysluskammt) þá færðu fyrst grunnsekt, sem er kr. 50 þúsund.

    Eftir grunnsektina bætist svo við ákveðin fjárhæð, sem er reiknuð eftir því hvaða vímuefni þú varst með og í hversu miklu magni.

    Athugið að ef brot er mjög smávægilegt og um er að ræða fyrsta brot ungmennis, þá má ákvarða lægri grunnsekt.

  • Ef þú ert tekin/n/ð með kannabis þá þarftu fyrst að borga 50 þúsund króna grunnsekt. Síðan bætast við 4 þúsund krónur fyrir hvert gramm eða hluta úr grammi.

    Dæmi: Þú ert tekin með 3 grömm af grasi. Þú borgar grunnsekt upp á 50 þúsund og svo 3x4 þúsund. Samtals 62 þúsund krónur.

    Þú ert tekin/n/ð með 5.5 grömm af hassi. Þú borgar grunnsekt upp á 50 þúsund og svo 6x4 þúsund (þú borgar líka 4 þúsund fyrir hluta úr grammi, hér 0.5 gr.) Samtals 74 þúsund.

    Athugið að ef sektin fer yfir 100 þúsund krónur þá er málið skráð í sakaskrána þína, sjá reglur um sakaskrá ríkisins.

  • Ef þú ert tekin/n/ð með kannabisplöntur þá borgar þú fyrst 50 þúsund í grunnsekt, 50 þúsund fyrir fyrstu plöntuna og svo 100 þúsund fyrir hverja plöntu eftir það.

    Dæmi. Þú ert tekin/n/ð með eina kannabisplöntu. Þú borgar 50 þúsund í grunnsekt og 50 þúsund fyrir plöntuna. Samtals 100 þúsund.

    Þú ert tekin/n/ð með 3 kannabisplöntur. Þú borgar 50 þúsund í grunnsekt. 50 þúsund fyrir fyrstu plöntuna og síðan 3x100 þúsund fyrir restina. Samtals 400 þúsund krónur.

    Athugið að ef sektin fer yfir 100 þúsund krónur þá er málið skráð í sakaskrána þína, sjá reglur um sakaskrá ríkisins.

  • Ef þú ert tekin/n/ð með LSD þá borgar þú fyrst 50 þúsund í grunnsekt og síðan 10 þúsund krónur fyrir hvern skammt (þynnu, töflu) eða hluta af skammti.

    Dæmi. Þú ert tekin/n/ð með tvo pappa af LSD. Þú borgar 50 þúsund í grunnsekt og svo 2x10 þúsund. Samtals 70 þúsund.

    Athugið að ef sektin fer yfir 100 þúsund krónur þá er málið skráð í sakaskrána þína, sjá reglur um sakaskrá ríkisins.

  • Ef þú ert tekin/n/ð með amfetamín þá borgar þú fyrst 50 þúsund í grunnsekt og síðan 10 þúsund kr. fyrir hvert gramm eða hluta úr grammi eftir það.

    Dæmi. Þú ert tekin/n/ð með 5 gr. af amfetamíni. Þú borgar fyrst 50 þúsund í grunnsekt og svo 5x10 þúsund. Samtals 100 þúsund.

    Athugið að ef sektin fer yfir 100 þúsund krónur þá er málið skráð í sakaskrána þína, sjá reglur um sakaskrá ríkisins.

  • Ef þú ert tekin/n/ð með MDMA þá borgar þú fyrst 50 þúsund í grunnsekt og síðan 15 þúsund fyrir hverja töflu eða hluta úr töflu.

    Dæmi. Þú ert tekin/n/ð með 5 MDMA töflur. Þú greiðir fyrst 50 þúsund í grunnsekt og svo 5x15 þúsund. Samtals 125 þúsund.

    Athugið að ef sektin fer yfir 100 þúsund krónur þá er málið skráð í sakaskrána þína, sjá reglur um sakaskrá ríkisins.

  • Ef þú ert tekin/n/ð með kókaín þá borgar þú fyrst 50 þúsund í grunnsekt og síðan 25 þúsund kr. fyrir hvert gramm eða hluta úr grammi eftir það.

    Dæmi. Þú ert tekin/n/ð með 5 gr. af kókaíni. Þú borgar fyrst 50 þúsund í grunnsekt og svo 5x25 þúsund. Samtals 175 þúsund krónur.

    Athugið að ef sektin fer yfir 100 þúsund krónur þá er málið skráð í sakaskrána þína, sjá reglur um sakaskrá ríkisins.

    Það getur því skipt höfuðmáli að vera með undir 2 gr. á sér.

  • Ef þú ert tekin/n/ð með önnur ólögleg vímuefni, sjá hér hvaða vímuefni eru ólögleg á Íslandi. Þá segir í reglugerð um sektir að þú greiðir kr. 10 þúsund fyrir hverja töflu eða hluta af töflu.

    Athugið að ef sektin fer yfir 100 þúsund krónur þá er málið skráð í sakaskrána þína, sjá reglur um sakaskrá ríkisins.

Á Íslandi eru varsla og kaup ólöglegra vímuefna bönnuð. Sjá hér lista yfir ólögleg vímuefni. Það þýðir að þú mátt ekki hafa efnin í fórum þér og því máttu í raun og veru heldur ekki neyta þeirra. 

Ef vímuefnin eru til eigin nota, magnið er lítið og lögreglan telur svo vera, þá má hún sekta þig í stað þess að fara með málið fyrir dóm, sjá nánar hér.

Ef þú viðurkennir að þú hafir ætlað þér að selja efnin eða lögreglan telur það líklegt, þá fer hún með málið áfram fyrir dómstóla (telji hún það líklegt til sakfellingar). Það sama á við ef þú segist hafa ætlað að láta einhvern annan hafa efnin. 

Þannig er gerður stór greinamunur á því hvort efni er til einkanota eða sölu. Það fer svo eftir aðstæðum hvort lögreglan telji líklegra að þú hafir ætlað að nota þau sjálf eða selja þau. Þar kemur m.a. til skoðunar hvort þú hafir verið með mikið magn vímuefna á þér,  hvort efnunum sé skipt niður í söluvæna poka, hvort þú sért með margar tegundir vímuefna á þér, hvort þú hafir oft verið tekin með vímuefni o.fl.