7. Lögreglan braut á mér, hvað get ég gert?

a. Réttur til bóta vegna þvingunaraðgerða lögreglunnar

Ef lögreglan hefur beitt þig þvingunarúrræðum, t.d. leitað á þér, handtekið þig, leitað í bílnum þínum/íbúðinni þinni, gert á þér líkamsrannsókn, hlustað á símtölin þín, sett þig í gæsluvarðhald, tekið muni þína, sett þig í farbann eða kyrrsett eigur þínar, þá gætir þú átt rétt á bótum. 

Skilyrðin eru að atvikið hafi gerst síðustu tíu árin og að málið hafi ekki endað með sekt eða sakfellingu fyrir dómi. 

Hinir ýmsu lögmenn hafa boðið upp á fría þjónustu við að sækja bætur. Ef engar bætur fást, þá greiðir þú ekkert og ef þú átt rétt á bótum, þá færðu þær óskertar til þín. 

b. Nefnd um eftirlit með lögreglu 

Ef þú telur lögregluna hafa brotið á þér með einhverjum hætti þá hvetjum við þig til þess að fara með málið fyrir Nefnd um eftirlit með lögreglu. 

Þangað getur fólk leitað sem: 

  • telur að starfsmaður lögreglunnar hafi framið refsivert brot í starfi 

  • telur að starfsmaður lögreglunnar hafi viðhaft ámælisverða starfsaðferð eða framkomu í starfi 

  • er ósátt við almenna starfshætti lögreglu 

Hægt er að senda erindi beint til nefndarinnar með lýsingu á málinu og ósk um að það verði tekið til athugunar. 

Erindin má senda með eftirfarandi leiðum: 

  1. Tölvupósti á netfangið nel@nel.is.

  2. Bréfpósti á eftirfarandi heimilisfang:
    Nefnd um eftirlit með lögreglu,
    Skuggasundi 3,
    101 Reykjavík.

  3. Með því að prenta út eyðublað fyrir tilkynningar til nefndarinnar, fylla inn umbeðnar upplýsingar og senda undirritað eintak eyðublaðsins til nefndarinnar.


Sjá nánar á heimasíðu nefndarinnar, nel.is