Samtök um skaðaminnkun og mannréttindi fólks sem notar vímuefni


Markmið Matthildarsamtakanna er að öll sem nota vímuefni hafi aðgang að gagnreyndri skaðaminnkandi þjónustu og stuðningi, til að tryggja öryggi sitt og heilbrigði.

Samtökin standa vörð um mannréttindi fólks sem notar vímuefni og berst fyrir breyttri vímuefnastefnu sem byggir á lýðheilsusjónarmiðum, vísindalegum rannsóknum og mannréttindum.


Matthildur Jónsdóttir Kelly

Stofnaðilar Matthildarsamtakanna vildu sérstaklega heiðra Matthildi Jónsdóttur Kelley og nefndu því samtökin í höfuðið á henni. Matthildur hefur verið öflugur málsvari skaðaminnkunar um áratugabil og baráttukona fyrir réttindum fólks sem notar vímuefni. Matthildur flutti frá Íslandi til Chicago borgar um tvítugt og á persónulega reynslu af því að hafa glímt þar við þungan vímuefnavanda og heimilisleysi.

Frá ráðstefnu samtakanna um skaðaminnkun á Íslandi, haustið 2022. Stofnmeðlimir ásamt Matthildi Jónsdóttur Kelley.

Matthildur starfaði í 35 ár í Chicago borg í brautryðjandi vettvangsstarfi og HIV forvörnum, aðallega með fólki sem notar vímuefni í æð. Hún hefur jafnframt séð um þjálfun á starfsfólki í öðrum vettvangsteymum og m.a. kennt skaðaminnkun í Indónesíu á vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

Matthildur býr yfir einstakri þekkingu, reynslu og visku og það er sannkallaður heiður að fá að nefna skaðaminnkunar samtök á Íslandi í höfuðið á þessari mögnuðu konu.

Matthildur var heiðursgestur á fyrstu ráðstefnu Matthildarsamtakanna, sem haldin var þann 7. september 2022 og fjallaði um skaðaminnkun á Íslandi. Þar var Matthildur jafnframt heiðruð fyrir störf sín í þágu skaðaminnkunnar.

Verkefni samtakanna

Skaðaminnkandi þjónusta og sálrænn stuðningur í skemmtana- og tónlistarlífinu á Íslandi. Áhersla er á þjónustu við fólk á fyrri stigum vímuefnanotkunar og andlegs vanlíðanar.

Heimasíða um vímuefnanotkun

Samtökin vinna að uppsetningu á heimasíðu sem inniheldur upplýsingar um vímuefni, skaðaminnkandi leiðbeiningar og varnir gegn ofskömmtun. Stefnt er að síðan verði opnuð í apríl 2025.

Skaðaminnkandi þjónusta og stuðningur fyrir fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni. Þjónustan er bæði veitt fólki á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Samtökin reka þrjú skaðaminnkandi verkefni. Þú getur hjálpað okkur að fjármagna þjónustuna og stuðlað að áframhaldandi framgangi skaðaminnkunar með stöku framlagi inn á reikning samtakanna.

Markmið Matthildarsamtakanna er að öll sem nota vímuefni hafi aðgang að gagnreyndri skaðaminnkandi þjónustu og stuðningi, til að tryggja öryggi sitt og heilbrigði. 

Samtökin standa vörð um mannréttindi fólks sem notar vímuefni og berst fyrir breyttri vímuefnastefnu sem byggir á lýðheilsusjónarmiðum, vísindalegum rannsóknum og mannréttindum.

Styrkja samtökin

Reikningsupplýsingar

Rkn.nr. 0537-26-008793.

Kt. 650422-1120.